Fræðslubæklingur um persónuvernd barna

Út er komin fræðslubæklingur um persónuvernd barna á vegum Persónuverndar og er hann ætlaður bæði fyrir þau sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Þar kemur m.a. fram að ef vinna eigi með persónuupplýsingar um barn þarf að veita fræðslu um tiltekin atriði. Slíka fræðslu geti þurft að veita bæði foreldrum og eftir atvikum barninu sjálfu, hafi það aldur og þroska til að skilja hana. Ef fræðslu er beint að barninu sjálfu þarf að veita upplýsingarnar þannig að barnið skilji þær og því gilda ekki sömu viðmið um til dæmis sjö ára börn og ungmenni.

Sérstök áhersla er lögð á miðlun á netinu og að börn þurfi að geta samþykkt að rætt sé um þau á samfélagsmiðlum eða að birtar séu af þeim myndir opinberlega, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska. Sömuleiðis að börn eigi rétt á að hafa skoðun á umfjöllun um þau eða birtingu mynda af þeim á Netinu og að alltaf skuli taka tillit til skoðana þeirra, jafnvel þó að þau séu ung.

Einnig er lögð áhersla á að skólar, frístundaheimili og íþróttafélög sem og aðrir sem vinna persónuupplýsingar um börn í starfi sínu, bera ábyrgð á þeirri vinnslu.

 Hér má smella til að sjá rafræna útgáfu bæklingsins og  hér til að skoða Spurt og svarað síðu Persónuverndar.