Vorráðstefna 2017 - glærur

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin var 11. og 12. maí síðastliðinn var vel sótt en rúmlega 260 þátttakendur mættu í ár. Ráðstefnan var sú 32. í röðinni og í ár var umfjöllunarefnið „Fötluð börn og ungmenni - Heildræn þjónusta: árangur og árskoranir“. 

Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins þakka fyrirlesurum, fundarstjórum og gestum fyrir samveruna og við hlökkum til að sjá ykkur að ári. Takið frá dagana 26. og 27. apríl 2018!

Hægt er að skoða glærur frá ráðstefnunni með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Glærur frá Vorráðstefnu 2017