Laust pláss á BAYLEY-III þroskaprófið 5. október nk.

Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á því að það eru laus pláss á námskeiðið BAYLEY-III þroskaprófið (09121) 5. október nk. Námskeiðið er fyrir sálfræðinga sem vinna við frumgreiningar á ungum börnum, t.d. hjá sveitarfélögum og í heilsugæslu.
Bayley Scales of Infant Development – Third Edition (BSID-III) er þroskapróf sem notað er til að meta þroskastöðu ungra barna á aldrinum eins til 42. mánaða. Með prófinu er hægt að leggja mat á vitsmunaþroska, málþroska, hreyfiþroska, félags- og tilfinningalegan þroska og aðlögunarfærni. Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu prófsins, verklagsreglur, rannsóknir, vinnulag varðandi fyrirlögn prófsins, úrvinnslu og skýrslugerð. Ekki gilda sömu lögmál um prófanir á ungum börnum og eldri og notkun þroskaprófa er ólík notkun hefðbundinna greindarprófa.

Skráning fer fram hér:
BAYLEY-III þroskaprófið (09121) | Greining (biðlistaskráning, en það eru laus pláss)