BAYLEY-III þroskaprófið (09121)

Staðsetning: Bókasafn Kópavogs, sjá hér á korti.

Dagsetning og tími: 5. október, klukkan 13:00-16:00. 

Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er 3 klst, fyrirlestrar, umræður og myndbandsáhorf. Seinni hlutinn verður síðan þegar þátttakendur eru búnir að leggja prófið fyrir og vinna úr gögnum. Hópurinn hittist á 2 klst fundi og fer sameiginlega yfir hvernig gekk og hvaða spurningar vöknuðu.

Verð: Fagaðili: 21.900 kr. 

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er fyrir sálfræðinga sem vinna við frumgreiningar á ungum börnum, t.d. hjá sveitarfélögum og í heilsugæslu.

Hámarksfjöldi þáttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 25.

Lýsing
Bayley Scales of Infant Development – Third Edition (BSID-III) er þroskapróf sem notað er til að meta þroskastöðu ungra barna á aldrinum eins til 42. mánaða. Með prófinu er hægt að leggja mat á vitsmunaþroska, málþroska, hreyfiþroska, félags- og tilfinningalegan þroska og aðlögunarfærni. Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu prófsins, verklagsreglur, rannsóknir, vinnulag varðandi fyrirlögn prófsins, úrvinnslu og skýrslugerð. Ekki gilda sömu lögmál um prófanir á ungum börnum og eldri og notkun þroskaprófa er ólík notkun hefðbundinna greindarprófa.

Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að prófinu til að námskeiðið nýtist sem best. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er 3 klst, fyrirlestrar, umræður og myndbandsáhorf. Seinni hlutinn verður síðan þegar þátttakendur eru búnir að leggja prófið fyrir og vinna úr gögnum. Hópurinn hittist á 2 klst fundi og fer sameiginlega yfir hvernig gekk og hvaða spurningar vöknuðu.

Markmið
Að þátttakendur:

  • Geti að námskeiðu loknu lagt prófið fyrir.
  • Geti túlkað niðurstöður prófsins.

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Bayley smábarnaprófið lýkur 23. september 2021. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.