Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er lokið.

Gögn frá ráðstefnunni eru hér fyrir neðan

Glærur
Myndir
Ráðstefnuhefti


XXVI. Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er nú að baki. Ráðstefnan gekk í alla staði vel og á matsblöðum sem ráðstefnugestir skiluðu í lokin kemur fram ánægja með dagskrá, fyrirlesara og framkvæmd ráðstefnunnar. Færri komust að en vildu en fjöldi þátttakenda var rúmlega 300. Því má segja að með árangursríku samstarfi í gegnum árin og metnaðarfullum markmiðum hafi ráðstefnugestir, fyrirlesarar og starfsmenn stofnunarinnar gert vorráðstefnuna að stærsta faglega vettvangi þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik.

Daginn fyrir ráðstefnuna var vinnu- og samráðsfundur Greiningarstöðvar og ráðgjafa sveitarfélaga sem sinna þjónustu við börn með þroskafrávik í skólum um allt land. Milli 70 og 80 manns unnu þar sameiginlega að því að bæta samstarf og þá um leið þjónustu við skólabörn.

Að ráðstefnu lokinni var ráðstefnugestum boðið upp á afmælistertu og freyðivín í tilefni af 25 ára afmæli stofnunarinnar. Stór hluti ráðstefnugesta lauk því ráðstefnunni með því að gæða sér á veitingunum ásamt því að eiga notalega stund með öðrum ráðstefnugestum.

Það er von okkar sem stóðum að undirbúningi ráðgjafadags og vorráðstefnu að þessu sinni að efnið reynist gagnlegt og gott veganesti á sameiginlegri leið okkar allra að því markmiði að efla fagleg vinnubrögð og um leið lífsgæði barna með þroskafrávik.

Kær kveðja,
Guðný Stefánsdóttir


kaka_heimasida