Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

XXVIII vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var haldin dagana 16. og 17. maí s.l. Vorráðstefnan hefur verið árviss atburður frá því að Greiningarstöð tók til starfa árið 1986.
Yfirskrift ráðstefnunnar var að þessu sinni „Ýmsar ásjónur einhverfunnar“ og var fjallað um efnið út frá margvíslegum sjónarhornum. Yfir 400 fagmenn, foreldrar og fullorðnir einhverfir hlýddu á fyrirlestra og tóku þátt í málstofum þar sem fjallað var um einhverfu út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Á matsblöðum sem ráðstefnugestir skiluðu í lokin kemur fram ánægja með dagskrá, fyrirlesara og framkvæmd ráðstefnunnar.

Á ráðstefnunni var m.a. flutt nýútkomið lag sem samið var af Mamiko Dís Ragnarsdóttur. Lagið „Skrýtin“ gaf hún út á alþjóðlegum degi um einhverfu 2. apríl s.l. Mamiko er ung tónlistarkona og leikskólakennari sem sjálf hefur fengið greiningu á einhverfurófi.

Glærur verða birtar á heimasíðunni á næstunni ásamt myndum.

radstefna-2013-055