VÍSINDAVAKA - stefnumót við vísindamenn - Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er meðal þátttakenda á Vísindavöku.

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins, sem er síðasta föstudag í september. RANNÍS stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.

Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september í Háskólabíói. Vísindavakan verður sett kl. 17:00 og henni lýkur kl. 22:00.


Sjá meira á www.visindavaka.is