Viðurkenning á vorráðstefnu - Óvænt uppákom

Hópurinn „Út úr skelinni“ endaði sinn fyrirlestur með óvæntum hætti. Þau Guðbjörg Þórey Gísladóttir, Hreiðar Þór Örsted, Jóhanna Stefánsdóttir og Svavar Kjarrval komu á óvart með því að heiðra þrjár konur fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra. Laufey Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og einhverfuráðgjafi, Jarþrúður Þórhallsdóttir fötlunarfræðingur og einhverfuráðgjafi og Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna hlutu viðurkenningu frá hópnum (Sigrún var fjarverandi). Fulltrúar hópsins afhentu þeim Laufeyju og Jarþrúði viðurkenningarskjöl og armbönd hönnuð af Jóhönnu Stefánsdóttur og tilkynntu jafnframt áform um að veita slíka viðurkenningu árlega.

Meðfylgjandi er ávarp Hreiðars Þórs Örsted í tilefni dagsins og myndir frá atburðinum