Verklag um samstarf Æfingastöðvar og Greiningarstöðvar

Verklag um samstarf Æfingastöðvarinnar og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Eftirfarandi samkomulag miðar að því að efla markvissa samvinnu milli stofnananna til að tryggja betur samfellu í þjónustu við börn og fjölskyldur.

Samstarf vegna skjólstæðinga

  • Með tilvísun  frá GRR í sjúkra ? og iðjuþjálfun á Æfingastöðinni  fylgja niðurstöður athugunar, skýrslur um þroskamælingar (vitsmunaþroski, málþroski og skynhreyfiþroski), aðlögunarfærni og sérhæfðar athuganir þegar við á.
  • Ef þjálfarar Æfingastöðvar óska eftir ítarlegri gögnum er varða athuganir kollega á GRR hafa þeir beint samband við viðkomandi.
  • Þegar GRR óskar eftir upplýsingum um börn sem hafa verið í þjónustu Æfingastöðvarinnar er það gert í tölvupósti á netföngin: asa@slf.is, gerdur@slf.is   Taka þarf fram hvaða gögnum er óskað eftir s.s. niðurstöður athugana, framvindu þjálfunar, nótur frá móttökum og samráðsfundum, áætlanir um þjálfun.
  • Þjálfarar  á Æfingastöðinni eru ávallt boðaðir á skilafundi GRR með þjónustuaðilum og sitja  í þjónustuteymi barns. Þetta á bæði við um börn sem hafa verið í þjónustu á Æfingastöðinni  og þau sem ráðgert er að vísa þangað. Fundarboð er sent ýmist beint til viðkomandi þjálfara eða á netföng yfirmanna: asa@slf.is, gerdur@slf.is
  • Þegar börn sem njóta snemmtækrar íhlutunar eða langtímaeftirfylgdar á GRR eru jafnframt  í þjónustu á Æfingastöðinni þá eru þjálfarar Æfingastöðvarinnar virkir þátttakendur í teymum barnanna. Haft er samstarf um að þeir geri nauðsynlegar þroska ? og færnimælingar auk mats vegna hjálpartækja og aðlögunar. Þjálfarar Æfingastöðvarinnar kynna niðurstöður sínar á skilafundi teymis á GRR.
  • Þjálfarar Æfingastöðvarinnar geta í einstökum tilfellum leitað eftir sérfræðiráðgjöf frá GRR vegna barna sem hafa verið í þjónustu þar. Þetta er gert gegnum tengil viðkomandi barns.

Samstarf vegna fræðslu,  miðlunar upplýsinga og þekkingar

  • Á heimasíðum GRR og Æfingastöðvar eru krækjur sem vísa á síður stofnananna.
  • Bæklingar um fræðslu og starfsemi beggja stofnana liggja frammi á biðstofum og eru afhentir foreldrum og kennurum eins og við á.
  • Starfsfólk beggja stofnana kynnir sér þjónustu hinnar og  miðlar þeim upplýsingum til foreldra og fagmanna.
  • Starfsfólk er markvisst hvatt til að nýta sér fræðslu og sækja námskeið sem stofnanirnar bjóða upp á.
  • Unnið verður að þróun samvinnuverkefna sem lúta að fræðslu til foreldra og fagmanna.
  • Samstarfshópurinn sem vann að gerð samkomulagsins ber ábyrgð á að starfsmenn þekki verklagið.

Meðlimir hópsins taka á móti ábendingum og vinna að úrbótum hver á sínu sviði/teymi.

 

Áslaug Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari , tengiliður við yngra teymi asa@slf.is
Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi, tengiliður við eldra teymi gerdur@slf.is
Þóra Leósdóttir  iðjuþjálfi og verkefnisstjóri thora@greining.is
Unnur Árnadóttir sjúkraþjálfari á fagsviði hreyfi- og skynhaml. unnur@greining.is
Guðbjörg Björnsdóttir þroskaþjálfi á fagsviði þroskahamlana gudbjorg@greining.is
Andrea Guðmundsdótti félagsráðgjafi á fagsviði einhverfu andrea@greining.is