Vegna inflúensufaraldurs

Til foreldra/forráðamanna barna sem koma á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Inflúensufaraldurinn A(H1N1)v sem herjar á Íslendinga um þessar mundir er tiltölulega vægur. Að mati sóttvarnalæknis eru ekki forsendur fyrir takmörkunum við skólahaldi eða samkomum enn sem komið er.

Faraldurinn hefur því ekki áhrif á starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins nú í upphafi hausts, starfsemi verður með eðlilegum hætti og ekki verða breytingar á móttöku barna hjá sérfræðingum stöðvarinnar.

Síðar þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að takmarka starfsemi Greiningarstöðvar, fresta heimsóknum eða jafnvel hætta allri starfsemi tímabundið.

Nauðsynlegar varnaraðgerðir verða í stöðugri endurskoðun og breytingar á starfsemi verða tilkynntar foreldrum. 

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins bendir einnig á ráðleggingar sóttvarnalæknis til að draga úr smiti:

  • Veikist barn þannig að einkennin bendi til inflúensu, er ráðlagt að halda því  heima í sjö daga frá upphafi veikinda.
  • Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
  • Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á http://www.influensa.is/

Ef barn veikist þannig að grunur leikur á að um inflúensu geti verið að ræða þarf að fresta heimsóknum á Greiningarstöð og eru foreldrar beðnir um að tilkynna veikindi barnanna til móttökuritara eða sviðsritara í síma 510-8400.