Styrkir veittir úr Styrktarsjóði Greiningarstöðvar

Í dag voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningarstöðvar til miningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa. Sjóðurinn aflar tekna með sölu minningarkorta en honum hafa einnig borist peningagjafir. Veitt er árlega úr sjóðnum, oftast á fæðingardegi Þorsteins Helga, þann 8. júní.

Starfsfólk Greiningarstöðvar hefur að jafnaði forgang að styrkjum úr sjóðnum. Styrk hlutu í ár Atli Freyr Magnússon, Björk Steingrímsdóttir, Helga Kristín Gestsdóttir og Þórunn Þórarinsdóttir. Atli og Þórunn voru ekki viðstödd afhendinguna og tók Hrönn Björnsdóttir við styrknum fyrir þeirra hönd.

Styrkafhending2011_2