Styrkir afhentir úr Styrktarsjóði Greiningarstöðvar

Þann 8. júní s.l. voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Styrktarsjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995, en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995.

Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru móðurbræður Þorsteins Helga, þeir Gunnar, Sveinn og Guðmundur Hanssynir, en foreldrar hans, Magnea Hansdóttir og Ásgeir Þorsteinsson, lögðu sjóðnum einnig til stofnfé. Sjóðurinn aflar fjár með sölu minningarkorta.

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa. Árlega eru veittir styrkir úr sjóðnum, oftast á fæðingardegi Þorsteins Helga, þann 8. júní.

Starfsfólk Greiningarstöðvar hefur að jafnaði forgang að styrkjum úr sjóðnum. Styrk hlutu í ár Atli Freyr Magnússon og Evald Sæmundsen.

Styrktarsjodur-2012