Styrkir afhentir úr Styrktarsjóði Greiningarstöðvar

Nýlega voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningarstöðvar til miningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa. Sjóðurinn aflar tekna með sölu minningarkorta en honum hafa einnig borist peningagjafir. Veitt er árlega úr sjóðnum, oftast á fæðingardegi Þorsteins Helga, þann 8. júní. Starfsfólk Greiningarstöðvar hefur að jafnaði forgang að styrkjum úr sjóðnum. Að þessu sinni hlutu styrki:

Þóra Leósdóttir, Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigrún Hjartardóttir til að fara á Evrópuráðstefnu, Autism Europe, sem verður á Sikiley í október 2010. Hver þeirra hlaut 65.000 kr. styrk.

Kristjana Magnúsdóttir hlaut rannsóknarstyrk að upphæð kr. 100.000, vegna rannsóknarinnar: Geðraskanir hjá börnum og unglingum á aldrinum 7-17 ára sem greinst hafa með röskun á einhverfurófi.

Ingibjörg Georgsdóttir hlaut styrk að upphæð 150.000 kr. vegna framhaldsrannsóknar á langtímahorfum lítilla fyrirbura sem vógu minna en 1.000 gr. við fæðingu og fæddust á árunum 1991-1995

.Styrkur-004