Skýrsla um mat á stuðningsþörf (SIS) er komin út. 

Mat á stuðningsþörf (SIS Support Intensitity Scale) er þróað af bandarísku samtökunum AAIDD til að meta stuðningsþörf fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.

Undirbúningur vegna þýðingar, staðfærslu og innleiðingar SIS stóð með hléum frá árinu 2005 til ársins 2009 þegar öflun upplýsinga hófst. Öflun upplýsinga frá 933 fötluðum lauk í desember 2010, auk þess sem réttmætisathugun vegna hluta hópsins lauk í febrúar á þessu ári. Úrvinnslu gagna er lokið og niðurstöður hafa verið sendar til þeirra aðila sem veita fötluðum
þjónustu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Sálfræðistofnunar Háskóla Íslands og velferðarráðuneytis. Skráning gagna og úrvinnsla var framkvæmd innan Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Skýrsla verkefnisins er komin út: Mat á stuðningsþörf. Aðdragandi ? Framkvæmd ? Niðurstöður

Skýrsla um mat á stuðningsþörf