Sjúkratryggingar Íslands semja við talmeinafræðinga

Þann 1. september sl. tók gildi nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um talmeinaþjónustu. Af þeim 20 talmeinafræðingum sem starfa sjálfstætt á stofu á Íslandi hafa 17 þeirra nú samið við SÍ. Áður höfðu 9 talmeinafræðingar verið á samningi við SÍ og því bætast 8 við á nýjan samning.

Sjá upplýsingar um greiðsluþátttöku SÍ í talþjálfun og lista yfir talmeinafræðinga sem eru á samningi á vefsíðu SÍ, www.sjukra.is