Sjaldgæfir sjúkdómar: Alþjóðlegur dagur og norræn ráðstefna

Á alþjóðlegum degi sjaldgæfra sjúkdóma viljum við vekja athygli á þverfaglegri norrænni ráðstefnu um sjaldgæfa sjúkdóma sem haldin verður í Finnlandi 4. og 5. september 2014. Auglýst er eftir innsendum erindum og bent á að ágrip þurfi að berast á ensku fyrir 1. apríl nk. Kallað er eftir áhugaverðum erindum sem tengjast málefnum sjaldgæfra sjúkdóma, heilkenna eða fatlana. Þar sem um þverfaglega ráðstefnu er að ræða er óskað eftir fjölbreyttri nálgun á efninu og því um að gera að nýta tækifærið til að kynna fyrir góðum hópi. Sjá nánar meðfylgjandi leiðbeiningar á ensku. Ef einhverjar spurningar koma upp má senda fyrirspurnir til undirritaðs ingolfur@greining.is
Ingólfur Einarsson barnalæknir og sviðsstjóri fagsviðs langtímaeftirfylgdar