Regnbogabörn bjóða á ókeypis stórviðburð!

Við hjá Regnbogabörnum viljum bjóða þér og þínum á ókeypis stórviðburð!

Markmið okkar er að umbylta forvarnarstarfi í landinu með opnun nýrrar vefsíðu www.fyrirlestrar.is Við efnum til fyrirlestraMARÞOONS í Háskólabíó í næstu viku og okkur vantar áhorfendur í sal til að njóta fyrirlestranna.

Hér eru upplýsingar um verkefnið:

Regnbogabörn bjóða þér að taka þátt í einstökum viðburði sem haldinn verður í Háskólabíói, sal 1, dagana 22., 23. og 24. apríl nk. Við höfum fengið til liðs við okkur helstu sérfræðinga úr fræði- og leikmannasamfélaginu til að halda röð áhugaverðra og stórskemmtilegra forvarnarfyrirlestra um málefni sem snerta okkur öll í daglegu lífi. Við leitum að áhorfendum í sal til að vera viðstaddir upptökurnar og njóta fyrirlestranna um leið. Stefán Karl mun leikstýra viðburðinum.

Þú getur tryggt þér hálfsdagspassa með því að fara inná http://midi.is/atburdir/1/7576/. Hálfsdagspassarnir gilda annað hvort frá 9-12 eða frá 13-16:30 alla þessa þrjá daga. Hægt er að panta eins marga passa og hver og einn vill.

Við hvetjum samstarfsfólk til að fjölmenna, þetta er í raun ókeypis endurmenntun sem í kjölfarið hvetur til umræðna á vinnustaðnum. Ath. að þetta eru ekki einungis fyrirlestrar um einelti heldur einnig um mjög fjölbreytta málaflokka eins og kynferðisofbeldi, ADHD, geðraskanir o.fl. Meðal fyrirlesara eru Hugo Þórisson, Magga Pála, Hildur Lilliendahl, Gunnar Hansson o.fl. o.fl.

Hér má sjá dagskrána: http://midi.is/regnboga

Logo Regnbogabörn