Ný bók: Þroskahömlun barna - orsakir - eðli - íhlutun

Nýútkomin bók um þroskahömlun barna.

throskahomlun_barna_kynning


Í bókinni er fjallað um þroskahömlun barna, orsakir, eðli og leiðir til íhlutunar. Sjónum er beint að eðlilegum þroskaferli barna, helstu orsökum þroskahömlunar, alþjóðlegum skilgreiningum og greiningu á þroskahömlun og helstu erfiðleikum sem þessi fötlun getur haft í för með sér fyrir hinn fatlaða og fjölskyldu hans. Íhlutun er gerð ítarleg skil, allt frá snemmtækri íhlutun frá fyrstu árum ævinnar til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum. Einnig er fjallað um stuðning við fjölskyldur barna með þroskahömlun.

Tuttugu höfundar rita í bókina. Þar er um að ræða sérfræðinga með margháttaða sérhæfingu sem á einn eða annan hátt tengjast málefnum fatlaðra barna, til dæmis starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, kennara við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og sérfæðinga á Barnaspítala Hringsins og Miðstöð heilsuverndar barna. Ritstjórar eru frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Bókin er rúmar 200 síður. Teikning á kápu er eftir Sigrúnu Eldjárn
Ritstjórn: Bryndís Halldórsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir, Stefán J. Hreiðarsson og Tryggvi Sigurðsson,

Útgefandi er Háskólaútgáfan í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum.