Námskeiðum á haustönn er lokið

Nú er öllum námskeiðum á haustönn lokið. Á árinu 2013 hefur stofnunin staðið fyrir um 60 námskeiðum bæði einstaklingsmiðuðum þjálfunarnámskeiðum og opnum fræðslunámskeiðum eða vinnusmiðjum.

Sú nýjung var tekin upp á þessu ári að hluti af námskeiðunum „Röskun á einhverfurófi“ voru boðin sem netnámskeið og hefur þeirri nýbreytni verið vel tekið.

Nú er unnið að því að setja saman námskeiða dagskrá fyrir vorönn 2014 og verður hún kynnt í lok janúar. Þangað til bjóðum við upp á námskeiðið „Atferlisþjálfun fyrir börn með þroskafrávik“ 23. og 24. janúar og svo nýtt námskeið „Teymisvinna til árangurs“ þann 5. febrúar 2014.

Uppselt er á námskeiðið „Atferlisþjálfun fyrir börn með þroskafrávik„ en ennþá er hægt að skrá sig á biðlista.

Kær kveðja,

f.h. Fræðslu- og kynningarsviðs

Guðný Stefánsdóttir