Námskeið með Dr. JoAnn Johnson á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Mynd-af-JJ

Vakin er athygli á eins dags námskeiði með Dr. JoAnn Johnson sem haldið verður mánudaginn 10.október næstkomandi þar sem fjallað verður um snemmtæka íhlutun í daglegu starf.

 Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig flétta má snemmtæka íhlutun saman við athafnir daglegs lífs fyrir börn á leikskólaaldri. Þessi tegund íhlutunar verður skilgreind og þau fræði sem að baki henni liggja verða kynnt. Farið verður í hvernig nota má daglegt líf til að búa til aðstæður þar sem börnin geta æft ákveðna færni. Rætt verður hvernig fjölga má tækifærum barnanna til náms. Hvernig við nýtum bæði skipulagðar stundir sem og daglegar venjur, bæði í leikskólanum og á heimilinu til að kenna og þjálfa. Þátttakendur munu fá margvísleg hjálpargögn sem nota má bæði inni á heimili og í leikskóla með þetta markmið í huga. Ítarlega verður farið í hvernig meta má framfarir í þessari tegund íhlutunar.

Námskeiðið heitir Snemmtæk íhlutun í daglegu starfi - íhlutun sem byggir á athöfnum daglegs lífs og verður haldið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi mánudaginn 10.október frá klukkan 09:00-16:00. Þátttökugjald er 25.000.-

Nánari upplýsingar og skráning hér!