Málþing: Tjáskipti skipta máli

Félag talmeinafræðinga á Íslandi, FTÍ, stendur fyrir málþingi um tjáskiptatækni undir yfirskriftinni Tjáskipti skipta máli á Grand Hótel þann 8. mars 2018 frá 13-16. Málþingið er haldið af tilefni af Evrópudegi talþjálfunar en þemað í ár er Tjáskiptatækni.

Á málþinginu verða fyrirlestrar um ýmislegt sem kemur að tjáskiptatækni sem er nýtt hugtak yfir óhefðbundnar tjáskiptaleiðir.  Einnig verður lögð áhersla á að fjölga íslenskum meðlimum í alþjóðleg samtök um tjáskiptatækni, ISAAC, en stefnt er að stofnun íslandsdeildar innan ISAAC í framtíðinni.  Á málþinginu verður áhersla lögð á að skilgreina hvað tjáskiptatækni er, hverjum hún nýtist og komið með dæmi um hvernig standa megi að innleiðingu nýs tjáningarmáta þegar hefðbundið tal nýtist ekki. Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá. 

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á sérstaka skráningarsíðu

Sjá einnig viðburð á Facebook