Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands

Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í 11. sinn
Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í 11. sinn

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2017 voru afhent í gær en þau eru veitt árlega í tengslum við alþjóðlegan dag fatlaðra þann 3. desember.

Verðlaun voru veitt í þremur flokkum:

Hlín Magnúsdóttir hlaut verðlaun í flokki einstaklinga, fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum.
TravAble hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir hönnun og þróun á smáforriti með upplýsingum um aðgengi.
RÚV hlaut verðlaun í flokknum umfjöllun/kynningar, fyrir að kynna og sýna þættina „Með okkar augum“ á besta áhorfstíma.

Sjá má fréttina í heild sinni á vefsíðu ÖBÍ