Frjálsíþróttaæfingar fatlaðra ungmenna 13 ára og yngri

Á þriðjudögum og fimmtudögum eru frjálsíþróttaæfingar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri. Æfingarnar eru frá kl. 19-20 undir stjórn Ingólfs Guðjónssonar.

Æfingarnar eru opnar öllum ungmennum með fötlun þar sem áhersla er lögð á frjálsar íþróttir en ýmislegt annað skemmtileg verður gert í hópnum.

Snemma árs 2011 héldu Íþróttasamband fatlaðra og Össur kynningardag í frjálsum íþróttum þar sem markmiðið var að kynna íþróttir fyrir fötluðum ungmennum 13 ára og yngri. Úr varð töluverður áhugi á frjálsum og því var Ingólfur ráðinn sem þjálfari hópsins.

Í samvinnu við Íþróttafélagið Ösp hafa æfingar komist á í frjálsíþróttahöllinni og þónokkur laus pláss í boði fyrir áhugasama.

Allar frekari upplýsingar veitir Ingólfur í síma 8678500 eða á ingolfur@mr.is

Stærsti sigurinn er að vera með!


Frjalsithrottaaefingar_2  Frjalsithrottaaefingar