Foreldranámskeið

Foreldranámskeiðið, Uppeldi sem virkar ? færni til framtíðar, verður haldið nú í nóvember Námskeiðið er fjögur skipti alls, tveir tímar í senn og hefst 7. nóvember. Leiðbeinandi verður Sólveig Norðfjörð sálfræðingur.

Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 0-6 ára, með áherslu á að kenna foreldrum leiðir til að skapa góð uppeldisskilyrði og kenna barninu færni sem líkleg er til að nýtast því til frambúðar. Kenndar verða aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika.

?Námskeiðið Uppeldi sem virkar ? færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og er stuðst við viðurkennda þekkingu og vel rannsakaðar aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka um að skapa æskileg uppeldisskilyrði og þroska með barninu færni sem líkleg er til að nýtast því til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri? (
www.heilsugaesla.is).

Leiðbeinandi verður Sólveig Norðfjörð sálfræðingur. Sólveig hefur víðtæka reynslu af vinnu með börnum og foreldrum. Hún hefur starfað sem sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins síðstliðin sjö ár og sinnir einnig skjólstæðingum á stofu. Hún vinnur mikið við fræðslu og ráðgjöf um uppeldi og kennslu og starfar sem stundakennari við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Sólveig þekkir einnig uppeldi af eigin raun en hún á þrjá drengi, 12 ára, 3 ára og 4 mánaða.

Námskeiðið verður á miðvikudagskvöldum frá 7.-28. nóvember og verður haldið einu sinni í viku frá 20:30-22:30 í húsnæði Sjónarhóls, Háaleitisbraut 11-13, 4. hæð.

Námskeiðgjald er 10.000 kr. fyrir einstaklinga og 15.000 kr. fyrir pör.

Áhugasamir hafi samband með tölvupósti á netfangið solveignordfjord@gmail.com eða í síma 663-5779.