Fjarnámskeið: Atferlisíhlutun

Ertu af landsbyggðinni eða hentar fjarnámskeið þér?

Viltu vita meira um atferlisíhlutun?

Ef svo er gæti þetta námskeið passað fyrir ÞIG!

Fjarnámskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik!

Námskeiðið er 13. og 14. mars 2024 á zoom.

Á námskeiðinu er farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og draga úr óæskilegri hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri. Einnig er fjallað um innihald og áherslur með hliðsjón af getu barnsins og um daglega framkvæmd og hlutverk ráðgjafa.
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum af börnum á mismunandi getustigum.
 
Einn þátttakandi komst svo að orði: „Áhugaverð umfjöllun um efnið, nýr fróðleikur sem mun nýtast vel í starfi“.
 
Þeir sem hafa áhuga að kynna sér atferlisíhlutun frekar geta gert það hér: