Ferðastyrkir Vildarbarna til 25 barna og fjölskyldna þeirra

Vildarborn

Um helgina voru afhentir ferðastyrkir Vildarbarna til 25 barna og fjölskyldna þeirra. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða. Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda barna með ýmsum hætti. Hún er nú í stjórn Vildarbarna Icelandair. Markmið sjóðsins Vildarbörn er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.

Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair sem geta gefið af Vildarpunktum sínum, með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair, sölu á Vildarenglinum um borð í vélum Icelandair og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og söluskrifstofu Icelandair.

Stefán J. Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins situr í stjórn sjóðsins.

 

Sjá nánar frétt um úhlutun styrkja: http://eyjan.is/2012/04/21/25-fjolskyldur-fa-ferdastyrk-vildarbarna-hofdingleg-gjof-til-minningar-um-eduardo-andreu/