Félagsráðgjafi óskast til starfa!

Auglýst er laust til umsóknar starf félagsráðgjafa á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð félagsráðgjafa er: 

  • Að veita fjölskyldum barna og/eða unglinga með þroskafrávik ráðgjöf og stuðning
  • Að afla upplýsinga um núverandi stuðnings- og þjónustuúrræði, meta þörf á frekari úrræðum og vinna í samráði við foreldra og aðra fagaðila að lausnum fyrir fjölskylduna
  • Vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar, m.a. varðandi greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd
  • Þátttaka í fræðslustarfi innan og utan stofnunar

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.

 

 


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði