Batnandi horfur fyrirbura - viðtal á Rás 1

Í þættinum tilraunaglasið á Rás 1 sl. föstudag var viðtal við Dr. Ingibjörgu Georgsdóttur barnalækni um afdrif og þroska fyrirbura á Íslandi.
Ingibjörg varði nýverið doktorsritgerð sína við HÍ „ Litlir fyrirburar – Lifun, heilsa og þroski“ . Markmið rannsóknarinnar var að meta lífslíkur og langtímahorfur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd minna en 1000 gr. Og bera saman við fullburða samanburðarbörn.
Viðtalið má finna hér (nánar þegar 22:30 mínútur eru liðnar af þættinum).