Auglýst eftir kynningum á vorráðstefnu

Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin á Grand hóteli
12. og 13. maí 2011. Titillinn að þessu sinni verður ?Siðfræði og samstarf?.

Þetta er þriðja árið þar sem skapaður verður vettvangur á ráðstefnunni fyrir fagfólk til að kynna ný íslensk rannsóknar- og þróunarverkefni og nýjungar í starfi á sviði fatlana barna. Því viljum við bjóða aðstandendum slíkra verkefna að kynna þau í stuttum fyrirlestrum eða á veggspjöldum. Á síðustu ráðstefnu voru þátttakendur á þessum vettvangi rúmlega 20.

Greiningar? og ráðgjafarstöð leitar hér með eftir þátttöku þeirra sem hafa hug á að kynna verkefni sín á þessum vettvangi. Einnig eru ábendingar um áhugaverð verkefni vel þegnar. Rannsóknarnefnd stofnunarinnar mun hafa yfirumsjón með þessum þætti.

Óskað er eftir lýsingu á verkefni ásamt eftirfarandi upplýsingum: Titill verkefnis, nafn/nöfn höfunda, nafn þess sem flytur kynninguna, starfsheiti, vinnustað og netfang.

Viðmið við frágang

1.  Fyrsta nafnið skal vera nafn þess höfundar sem er í forsvari fyrir kynninguna.
2.  Stutt lýsing á verkefni, markmiði, leiðum og helstu niðurstöðum.
3.  Hámarks lengd miðast við 2.000 slög (með bilum) með letrinu Arial 10p í word skjali
4.  Kynningin verður prentuð í ráðstefnugögnin eins og hún er send inn.

Munnlegar kynningar
Lengd hverrar kynningar verður um 15 mínútur. Glærur kynninganna verða settar á heimasíðu Greiningarstöðvar

Veggspjöld
Stærð veggspjalda skal vera: hæð 120 cm og breidd 90 cm (mega vera minni).

Tillögur skulu sendar í viðhengi á netfang: gudny@greining.is, fyrir 15. mars n.k. merkt: Vorráðstefna 2011. Gert er ráð fyrir að endanleg dagskrá liggi fyrir í byrjun apríl.