Átt þú og/eða maki þinn börn úr öðru sambandi?

Námskeiðið er ætlað pörum þar sem annar aðilinn eða báðir eiga börn úr öðrum samböndum, einhleypum foreldrum og ættingjum sem eiga börn í stjúpfjölskyldu og vilja efla og styrkja fjölskylduna.  Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að koma auga á þá þætti sem styrkja fjölskylduna og tengsl fjölskyldumeðlima. Áhrif breytinga,  aðlögun að lífinu eftir skilnað og samskipta við fyrrverandi maka  á  aðlögun stjúpfjölskyldunnar. Fjallað verður um möguleg hlutverk stjúpforeldra, fjármál, hollustu í stjúpfjölskyldum og raunhæfar væntingar.

Rannsóknir á stjúpfjölskyldum sýna að þeim reynist gagnlegt að fá viðeigandi upplýsingar og fræðslu til að bæta og efla þrótt sinn. Í íslenskri rannsókn frá 2008 var spurt m.a. "Hve mikla þörf telur þú á sérstakri ráðgjöf og fræðslu innan opinberrar þjónustu um málefni stjúpfjölskyldna?" Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 93,9% þörfina vera mikla eða nokkra.

Kennslan er í formi fyrirlestra, heimaverkefna (valfrjálst) og umræðna, dvd.

Kennar i er Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA hjá Vensl ehf. og ritstjóri www.stjuptengsl.is

Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.hi.is/Namsframbod/Namskeid/Menningogsjalfsraekt/Nanarumnamskeid/287h11