Átaksverkefni 2007-2009 - til að stytta biðtíma barna eftir greiningu og ráðgjöf vegna þroskaraskana.

Í júlí 2007 hlaut Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sérstaka fjárveitingu að upphæð 147 milljónir sem varið skyldi í átaksverkefni svo vinna mætti á biðlistum stofnunarinnar. Þetta var liður í aðgerðaáætlun þáverandi ríkisstjórnar til að bæta aðstæður barna og fjölskyldna hér á landi. Um haustið voru sérfræðingar ráðnir og stofnað sérstakt teymi á Greiningarstöð (Fannborgarteymi) til að vinna í átaksverkefninu.  Fjölmargir aðrir starfsmenn komu beint og óbeint að verkefninu sem auk þess hafði traust bakland í stjórnendahópi. Verkefninu lauk í árslok 2009.

Lesa meira