Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður 10. - 11. september

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 10.-11. september næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Mennt er máttur - Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum. Eins og undanfarin ár verður ráðstefnan haldin á Hilton Reykjavík Nordica og viljum við koma nokkrum atriðum á framfæri við væntanlega þátttakendur:

  • Á Hilton Reykjavík Nordica er farið eftir öllum sóttvarnarreglum.
  • Ráðstefnan verður haldin í tveimur sölum þar sem samkvæmt núverandi reglum mega vera allt að 100 manns í hvorum sal fyrir sig.
  • Salirnir tveir verða aðskildir með afgerandi hætti, sér inngangur í hvorn fyrir sig og ekki hægt að fara á milli.
  • Hægt verður að taka þátt í gegnum streymi og nánari upplýsingar verða sendar öllum skráðum þátttakendum í næstu viku.
  • Öll ráðstefnugögn verða á rafrænu formi.
  • Við erum öll almannavarnir 😉

Þó vorið sé liðið er skráning á vorráðstefnuna í fullum gangi. Við hlökkum til að vera með ykkur í september, hvort sem þið veljið að mæta á staðinn eða vera með í streymi.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar og hægt er að skrá sig hér.

Kveðja,
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar