Tvær nýjar kennslubækur um kynheilbrigði líta dagsins ljós!

Ánægjulegt er að upplýsa um gjöfult samstarf Miðstöðvar mennta og skólaþjónustu (MMS) og Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) sem hefur gefið af sér tvær kennslubækur um kynheilbrigði.

Annars vegar bókina Allt um ástina sem er ætluð fyrir starfsbrautir framhaldsskóla en nýtist einnig efstu bekkjum grunnskóla, höfundar hennar eru María Jónsdóttir, félagsráðgjafi á RGR og Thelma Rún van Erven, sálfræðingur á RGR. Hins vegar bókina Kynþroskaárin sem er ætluð nemendum frá 10 ára aldri, höfundur hennar er María Jónsdóttir, félagsráðgjafi á RGR. Námsefni beggja kennslubóka er tvískipt þar sem fyrri hluti inniheldur kennsluleiðbeiningar og sá seinni myndir sem ætlaðar eru nemendum.

Námsefnið er án endurgjalds og má finna á eftirfarandi slóðum:

Allt um ástina:

https://mms.is/namsefni?title=Allt+um+%C3%A1stina&level=All&category=All&type=All&year=All&sort_by=title&view_as=on

Kynþroskaárin:

https://mms.is/namsefni?title=Kyn%C3%BEroska%C3%A1rin+&level=All&category=All&type=All&year=All&sort_by=title&view_as=on