Námskeiðsdagskrá RGR á vorönn 2024 liggur fyrir!

Námskeiðsdagskrá vorannar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 2024 er nú aðgengileg á vef stöðvarinnar. Alls verða 19 námskeið kennd á tímabilinu; allt námskeið sem henta aðstandendum barna með þroskafrávik og fatlanir sem og fagfólki sem vinnur með börnum.

Flest námskeiðin hafa löngu fest sig í sessi svo sem Einhverurófsröskun – grunnnámskeið, Atferlisíhlutunarnámskeið fyrir börn með þroskafrávik, AEPS – færnmiðað matskerfi og fleiri. Námskeiðið Unglingar með einhverfu og önnur þroskafrávik hefur fengið yfirhalningu og ber nú heitið Öðruvísi taugaþroski - áskoranir unglingsáranna og verður í kennt á fjarfundi á vorönn. Einnig hefur námskeiðinu Kynþroskaárin – fræðsla fyrir foreldra verið breytt en það heitir nú Unglings- og kynþroskaárin - fræðsla fyrir foreldra. Það stendur í tvær klukkustundir og er einnig kennt í fjarkennslu. Námskeið RGR eru ýmist kennt staðbundið eða í fjarkennslu til að koma betur til móts við fólk, bæði fagfólk og aðstandendur barna með þroskafrávik, sem ekki kemst í eigin persónu

Sjón er sögu ríkari, hér má sjá námskeið vorannar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.

Vorráðstefna RGR 2024 – Takið dagana frá!

Stærsti viðburður á fræðsludagskrár Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er árleg vorráðstefna stöðvarinnar sem haldin verður 2. og 3. maí 2024 á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Stendur hún í einn og hálfan dag, þ.e. allan fimmtudaginn 2. maí og til hádegis föstudaginn 3. maí. Ráðstefnunni verður streymt eins og áður, fyrir þau sem ekki eiga heimangengt. Nánari upplýsingar birtast síðar á vef og Facebook síðu RGR. Við hvetjum áhugasama til að taka dagana frá!