Námskeið: Atferlisíhlutun fyrir börn

Framundan er fræðandi námskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.
Námskeiðið er haldið 7. og 8. febrúar 2024 á Hilton Reykjavík Nordica.
 
Einn þátttakandi komst svo að orði: „Áhugaverð umfjöllun um efnið, nýr fróðleikur sem mun nýtast vel í starfi“.
 
Á námskeiðinu er farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og draga úr óæskilegri hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri. Einnig er fjallað um innihald og áherslur með hliðsjón af getu barnsins og um daglega framkvæmd og hlutverk ráðgjafa. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum af börnum á mismunandi getustigum.
 
Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram hér:
 
Þeir sem hafa áhuga að kynna sér atferlisíhlutun frekar geta gert það hér: