Málþing um skólasókn og skólaforðun

Á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga mánudaginn 20. maí nk verður fjallað skólasókn og skólaforðun. Málþingið fer fram á Grand hóteli í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi, kl. 08:30-12:00.

Sjónum verður beint að stöðu þessara vandmeðförnu mála út frá mismunandi sjónarhornum og fjallað um þau hlutverk sem foreldrar, skólar og stjórnvöld gegna sameiginlega og hvert um sig.

Að staðaldri forðast um eitt þúsund grunnskólanemar að sækja skóla, að því er rannsókn á vegum Velferðarvaktarinnar hefur leitt í ljós. Þá reyndust skólastjórar hafa áhyggjur af skólasókn nemenda með hliðsjón af leyfisóskum foreldra, svo að fátt eitt sé nefnt úr niðurstöðum þessarar áhugaverðu rannsóknar, sem verða að mörgu leyti í forgrunni málþingsins.

Hér má sjá nánari upplýsingar um málþingið, dagskrá, skráningu og fleira.