Helga Kristín Gestsdóttir nýr fræðslu- og kynningarstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Helga Kristín Gestsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem fræðslu- og kynningarstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Hún tók við starfinu 1. janúar 2024 af Dóru Magnúsdóttur.

Helga Kristín er iðjuþjálfi að mennt og með meistaragráðu í Stjórnun- og stefnumótun frá Háskóla Íslands sem og D–vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur starfað hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð frá 2007 og sinnt margvíslegum verkefnum.

Verkefni fræðslu- og kynningarstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar lúta að innra og ytra fræðslu- og kynningarstarfi. Áhersla er lögð á reglulegt fræðslustarf fyrir starfsfólk sem og mismunandi námsskeið og fræðsluefni sem snýr að fjölbreyttum taugaþroska fyrir þjónustuaðila, fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Fræðslu- og kynningarstjóri fer fyrir árlegri vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, er tengiliður varðandi kynningu á starfsemi stofnunarinnar og hefur yfirumsjón með heimasíðunni www.rgr.is.

Hægt er að kynna sér námskeiðsdagskrá Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hér: https://www.rgr.is/is/fraedsla-og-namskeid/namskeid/namskeid-a-naestunni