Fögnum margbreytileikanum!

Forseti Íslands fagnaði Downs deginum í fyrra.
Forseti Íslands fagnaði Downs deginum í fyrra.

Fögnum margbreytileikanum!

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitningi í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.

Ein leið til að sýna fögnuð sinn í verki yfir margbreytileika mannslífsins er að klæðast mislitum sokkum. Fólk er hvatt til að deila myndum á Instagram með myllumerkinu #downsfélag og #downsdagurinn

Meira um Downs daginn á vefsíðu Downs félagsins og á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna. 
Myndin er fengin Facebook síðu Downs félagsins.