Ný teiknimynd Unicef um réttindi barna

Unicef kynnti á dögunum teiknimynd fyrir yngri aldurshópa, einkum þriggja til sex ára, um réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Myndin var framleidd af UNICEF á dögunum í tilefni af Alþjóðlegum degi barna og sýnd á RÚV með íslensku tali þann 26. nóvember sl. Hún byggir á rannsóknum Unicef um hvernig best sé að kynna ungum börnum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna.

Í teiknimyndinni fræða vinirnir Oggi og Vinný, ásamt gæludýrinu Kókó okkur um réttindi og hvað það er mikilvægt að öll, bæði börn og fullorðnir, þekki réttindi barna. 

Hér má sjá íslensku útgáfuna á Youtube.

Hér má sjá ensku útgáfu teiknimyndarinnar á Youtube

Hér má sjá leiðarvísi Unicef um hvernig kenna megi börnum að þekkja sín réttindi - á ensku