Einhverfa í Evrópu - rannsóknarverkefni lýkur

Einhverfa í Evrópu

Vakin er athygli á nýju fréttabréfi um rannsóknarverkefnið „Einhverfa í Evrópu“ en það er þriggja ára verkefni á vegum Evrópusambandsins. Ísland hefur tekið þátt þar sem rannsóknasvið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefur leitt vinnuna. Margir aðrir hafa lagt hönd á plóginn við upplýsingaöflun hér á landi meðal annars fólk á einhverfurófi, aðstandendur, fagfólk og Einhverfusamtökin. Við þökkum öllum kærlega fyrir þeirra framlag og væntum þess að niðurstöður verkefnisins muni nýtast hér á landi til hagsbóta fyrir einhverft fólk á öllum aldri og samfélagið allt.

Nánari upplýsingar má finna í fréttabréfinu og á vefsíðu verkefnisins www.asdeu.eu