Allt um ástina - nýtt námskeið!

RGR kynnir nýtt námskeið sem heitir Allt um ástina sem kennt verður 6. des. nk. Námskeiðið, sem bæði er kennt staðbundið í Bóksafni Kópavogs (Hamraborg 6) og í fjarfundi (Zoom) er ætlað kennurum og starfsfólki sem kenna unglingum með öðruvísi taugaþroska í efstu bekkjum grunnskóla og á starfsbrautum framhaldsskóla.

Námsefnið skiptist í 11.kafla. Á námskeiðinu verður farið yfir námsefnið sem er aðgengilegt á vef á vegum Menntamálastofnunar og er án endurgjalds. Námsefnið fjallar um sjálfsmyndina, mikilvægi þess að standa með sjálfum sér, hreinlæti og líkamstjáningu. Einnig er farið yfir ástarmálin út frá ýmsum hliðum, samanber hvað er daður, hvernig kynnist maður öðrum með náin sambönd í huga og hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Þá er auk þess fjallað um kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma og um muninn á kynlífi og klámi. Einnig er reifaðir þættir um lög og reglur í tengslum við ólögleg sambönd. Þá er fjallað um netið og hvernig megi stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti.

Nánari upplýsingar og skráning hér