Bliss

Bliss er myndrænt táknmál þar sem orð og hugtök er táknuð með rökrænum teikningum í stað bókstafa. Táknmálið byggir á afmörkuðum fjölda grunntákna sem auðveldlega má raða saman á mismunandi vegu og mynda þannig ný tákn. Sá sem þekkir til grunntáknanna á oftast auðvelt með að skilja táknin þar sem ákveðinni hugmyndafræði er fylgt í uppbyggingu þeirra. Bliss-orðaforðinn er því nánast óendanlegur. Málfræðitáknin gera það að verkum að hægt er að byggja málfræðilegar réttar setningar eftir getu og þörfum þess er notar Bliss til tjáskipta. Hægt er að nota Bliss á öllum stigum tjáskipta frá stökum hugtökum yfir í flóknar setningar. Enföld form eru notuð til að teikna táknin og eru táknin því auðveld í teikningu. Bliss er nú viðurkennt sem mál.

Forrit

Til eru ýmis forrit sem innihalda Bliss. Blysberi er Íslenskt Blissforit sem notað hefur verið hér á landi um árabil. Forritið er komið til ára sinna en er enn notað af flestum Blissnotendum hér á landi.

Hvernig nálgast ég Blysberann?

Best er að sækja með því að hægrismella með músinni.  Þá opnast gluggi þar sem velja skal "Save target as" Blysberi

Næst þarf að hala niður þessu forriti til að opna Blysberann
http://download.cnet.com/WinRAR-32-bit/3000-2250_4-10007677.html?tag=mncol
 

Nýlegt  forrit, Tobii Communicator 4 (TC4) er áhugavert forrit sem verið er að aðlaga Blisstáknmálinu. Um er að ræða tjáskiptaforrit sem hægt er að aðlaga mismunandi myndrænum tjáskiptaleiðum. Unnið hefur verið að því m.a í samvinnu við íslensku Blissnefndina að setja Blisstáknin upp í forritinu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netinu http://www.tobii.com/ og hjá íslensku Blissnefndinni sigrungr@greining.is. Söluaðili Tobii Communicator 4 er Öryggismiðstöð Íslands.

    

Bliss er notað víða um heim með þeim sem eiga erfitt að tjá sig með tali. Stór hópur þeirra sem nota Bliss til tjáskipta eru börn og fullorðnir með hreyfihömlun. Hin rökræna uppbygging táknanna virðist höfða sérstaklega vel til barna. Öfugt við það sem ókunnugir gjarna ímynda sér þá eiga börn auðvelt með að læra Blisstáknin og tileinka sér uppbyggingu þeirra. Eitt af því sem er svo heillandi við Bliss er hversu víðtæk tjáskipti það býður upp á. Börnin byrja á stökum orðum og fara smátt og smátt yfir í einfaldar tengingar og geta síðan með aldri og þroska farið yfir í fullkomnar setningar. Til eru ótal bækur sem Blissnotendur hafa sjálfir skrifað. Allt frá því að vera einfaldar myndasögur yfir í ljóðabækur svo eitthvað sé nefnt.

Yirfarið í des 2010, Sigrún Grendal Magnúsdóttir

Tenglar - Bliss:

BCI: http://www.blissymbolics.org/  (Alþjóðlegu Blisssamtökin)

Kanada: http://www.blissymbolics.ca/

UK: http://www.blissymbols.co.uk/   (Breska Bliss-vefsíðan)

Holland: http://www.handicom.nl/  (Symbols for windows)

Svíþjóð: winbliss@furuboda.se , www.furuboda.se/winbliss, http://www.dart-gbg.org/, http://www.svenskablissforeningen.se/

Finnland: http://www.papunet.net/  -  www.papunet.net/isaac

Noregur:  http://www.isaac.no/  (Samleside for Bliss)

Danmörk:  http://www.isaac.dk/  -  http://www.blissdk.dk/

Bliss Alapitvány:  http://www.bliss.org.hu/

http://www.blisspost.org/  (bliss-bulletin i Sverige)

Ýmsir áhugaverðir tenglar eru á heimasíðum ISAAC  samtakanna víða um heim.

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði