Skólafólk, ráð og leiðir (1123)

Hvenær og hvar: 6. nóvember, kl. 9-15, Rauða kross salurinn Hafnarfirði, Strandgötu 24 

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem eru með nemendur með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína.

Hámarksfjöldi: 30 þátttakendur

Námskeiðslýsing:
Nemendur með frávik í taugaþroska eru allskonar og þurfa aukinn skilning og þekkingu frá umhverfi sínu. Mikið af hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum eru til og verða kynntar á þessu námskeiði. Fyrst verður farið í fyrirbyggjandi aðferðir, hvernig við gerum æskilega hegðun sýnilegri í skólanum og einblínt á jákvæðar aðferðir. Mælt er með að horfa á styrkleika og áhugamál nemenda en auk þess mikilvægt að skoða hvernig við tökumst á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu.

Æskilegt er að þátttakendur sem nota í sínu starfi vinnukerfi með nemendum ( t.d. umbunarkerfi,  námskerfi, sjónrænt skipulag, félagsfærnisögur) hafi þau meðferðis.

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, umræðna og hópavinnu.  

Markmið námskeiðs:

-  Að þátttakendur þekki og kynnist hagnýtum aðferðum til að auka færni og æskilega hegðun í skólanum.
-  Að þátttakendur fái aukið sjálfstraust til að takast á við áskoranir sem tengjast flóknum nemendum.

Umsjón:
Auður Sif Arnardóttir, þroskaþjálfi
Særún Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Skráningu á námskeiðið Skólafólk, ráð og leiðir lýkur 2. nóvember 2023, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss.
Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu. 

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu. 

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.