Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Kynheilbrigði (0323)
Staðsetning: Bókasafn Kópavogs
Dagsetning og tími: 7. mars 2023 klukkan 09:00 -15:00, 7 kennslustundir.
Verð: 19.200 kr.
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem sinnir kennslu, þjálfun og umönnun barna með þroskafrávik á grunn- og framhaldsskólastigi.
Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi 20.
Lýsing
Fjallað er um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu. Þá er einnig farið inn á atriði sem tengjast netnotkun. Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og umræðum. Athugið að námskeiðið er undanfari Vinnustofu – Kynheilbrigði II.
Markmið
- að efla skilning og þekkingu fagfólks á mikilvægi þess að veita kynfræðslu
- að þátttakendur hafi yfirsýn yfir að hverju þarf að huga í námsumhverfi barnsins í tengslum við þessa fræðslu
- að þátttakendur hafa yfirsýn yfir námsefni og verkefni sem geta nýst við kennslu um kynheilbrigði
Umsjón
María Jónsdóttir, félagsráðgjafi
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið „Kynheilbrigði I“ lýkur 2. mars 2023. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.