Notkun fjarfundabúnaðar í þjónustu vegna barna utan höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar nýta IP fjarfundarbúnað í þágu þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðis.
Þjónustufundir, ráðgjöf og fræðsla til þeirra sem búa á landsbyggðinni fer gjarnan fram með fjarfundi. Mörg sveitarfélög hafa aðgang að slíkum búnaði en aðrir þurfa að leigja sér aðgang og bera af því þann kostnað.
Til hagræðingar er mælt með að hringt sé í fjarfundabúnað Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.
Upplýsingar um IP númerið sem er notað til að tengjast Greiningar- og ráðgjafarstöð má fá í síma 510 8400 eða hjá þeim sérfræðingi sem boðar til fundarins.
Þegar fjarfundur hefur verið tímasettur er nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að tengjast 15–30 mínútum áður er fundur á að hefjast. Þetta er gert til þess að tími sé til að greiða úr hugsanlegum tækniörðugleikum.
Kostnaður við IP fjarfund er sá sami og við venjulega notkun internets í tölvu óháð því hvor hringir.
Til að tryggja aukið öryggi er óskað er eftir því að fjarfundabúnaðurinn sem hringt er úr, leyfi dulkóðun (encryption enabled).
Til að ná sem bestum samskiptum er mælt með því að hugbúnaður sé uppfærður reglulega.