Kynning á nútímafimleikum

Íþróttafélagið Ösp kynnir nútímafimleika fyrir þroskahamlaðar stúlkur og konur á aldrinum 14-25 ára. Kynningin verður í Íþróttahúsi Austurbæjarskóla mánudaginn 3. október kl. 17:00 - 18:00. Leiðbeinendur eru Sigurlín Jóna og Eva Hrund. Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.

Íþróttaskóli ÍFR fyrir hreyfihömluð börn

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 24. september 2016 í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00 - 11:50. Skráning er á netfangið ifr@ifr.is. Lögð er áhersla á þátttöku hreyfihamlaðra barna á aldrinum fjögurra til tíu ára.

Ráðstefna 6. október um þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk

Öryggismiðstöðin heldur ráðstefnu þar sem Ove Gerhard Jensen yfirmaður velferðarsviðs Álaborgar í Danmörku segir frá þróun þjónustu við eldri borgara og fatlaða þar í borg. Álaborg hefur þótt afar framarlega í þjónustu við þessa hópa notenda og er mörgum fyrirmynd í þeim efnum.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur

Í gær, þann 20. september samþykkti Alþingi einróma þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi.

Ný íslensk rannsókn um einhverfu og enskunotkun

Karen Kristín Ralston lauk nýlega meistaraprófi í almennum málvísindum frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsókn hennar nefnist: Autism and English in Iceland: Are young Icelanders with autism spectrum disorders using English differently than their peers?

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

Í dag þann 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Yfir 350.000 sjúkraþjálfarar í 112 félögum víða um lönd fagna deginum og vekja athygli á starfi sínu.

Barnaverndarþing 2016

Barnaverndarþing 2016 verður haldið 7. október nk. kl. 8:00 til 16:30 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift þingsins er Öryggi barna - ný hugsun - ný nálgun og mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setja þingið.