Niðurstöður könnunar um stuðningsþarfir fjölskyldna barna á langtímaeftirfylgd RGR

Skýrsla um könnun sem gerð var um stuðningsþarfir fjölskyldna barna á langtímaeftirfylgd RGR á sl. ári má nálgast á vef RGR. Niðurstöður þessarar könnunarinnar voru einnig kynntar á vorráðstefnu RGR. Þá voru einnig tekin viðtöl við foreldra tveggja fatlaðra barna sem lýsa upplifun sinni af þjónustunni sem einnig má sjá á vef stofnunarinnar..

Starfsfólk RGR óskar öllum gleðilegra jóla!

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar óskar vinum, samstarfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári. Athugið að afgreiðsla stöðvarinnar er lokuð 27. og 28. des. nk.

Námskeiðsdagskrá RGR á vorönn

Námskeiðsdagskrá Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á vorönn 2023 er aðgengileg á vef stöðvarinnar. Alls verða 23 námskeið kennd á tímabilinu frá 9. janúar til 27. apríl 2023; allt námskeið sem henta aðstandendum barna með þroskafrávik og fatlanir sem og fagfólki sem vinnur með börnum.

Uppáhaldsorðin eru nú til á íslensku

Skjöl um uppáhaldsorð í þroska barna sem nýtast foreldrum og fagfólki sem vinnur með börnum með fatlanir hafa verið þýdd á íslensku. Orð þessi eru nefnd F-words á ensku og hafa því oft verið kölluð F-orðin á íslensku en í ljósi þess að eitt orðið byrjar á „v" (Vinir) var brugðið á það ráð að kalla þau „uppáhaldsorð". Uppáhaldsorðin byggja á hugmyndafræðilegum ramma um Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu (ICF) frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).