Opið fyrir skráningar á Vorráðstefnu í apríl

Árleg Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 29. - 30. apríl næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Börn með fatlanir - Viðhorf og valdefling. Búið er að opna fyrir snemmskráningu.

Námskeið um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks

Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á nýju námskeiði, Kynheilbrigði I sem haldið verður þann 1. mars næstkomandi. Fjallað er um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu.

Félagsráðgjafi til afleysinga óskast - framlengdur umsóknarfrestur

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf félagsráðgjafa á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og þau börn sem eru á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Um er að ræða afleysingarstarf til eins árs með möguleika á framlengingu.