Ráðstefna 6. október um þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk

Velferðarráðstefna 6. október 2016
Velferðarráðstefna 6. október 2016

Öryggismiðstöðin heldur ráðstefnu þar sem Ove Gerhard Jensen yfirmaður velferðarsviðs Álaborgar í Danmörku segir frá þróun þjónustu við eldri borgara og fatlaða þar á bæ en Álaborg hefur þótt framarlega í þjónustu við þessa hópa notenda og er mörgum fyrirmynd í þeim efnum.

Boðið er upp á stutta en hnitmiðaða ráðstefnu fimmtudaginn 6. október kl. 10-12 í húsnæði Öryggismiðstöðvarinnar að Askalind 1 Kópavogi. Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig á netfangið: vidburdir@oryggi.is. Takmarkaður sætafjöldi. Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.