Við óskum ykkur gleðilegra jóla!

Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins óskar samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við minnum á að um áramótin taka gildi breytingar á lögum stofnunarinnar og mun nafn hennar þá breytast í Ráðgjafar- og greiningarstöð. Lögin hafa í för með sér ýmsar aðrar breytingar, m.a. mun stofnunin, ef þörf krefur, taka þátt í samþættingu þjónustu við barn á meðan það þiggur þar þjónustu.

Námskeiðsdagskrá vorannar tilbúin og vorráðstefna í undirbúningi

Námskeiðsdagskrá vorannar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 2022 er nú aðgengileg á vef stöðvarinnar. Alls verða 26 námskeið kennd á tímabilinu frá 10. janúar til 10. júní 2022; allt námskeið sem henta aðstandendum barna með þroskaröskun og fatlanir sem og fagfólki sem vinnur með börnum. Einnig er unnið að undirbúningi vorráðstefnu stöðvarinnar sem haldin verður 12. og 13 maí nk.

Fjölbreytt námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD

ADHD samtökin hafa auglýst dagskrá vorannar 2022 en þar er að finna fjölbreytt námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD svo sem Áfram stelpur, TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD, foreldranámskeiðin, Taktu stjórnina auk námskeiða fyrir fullorðinna.